Magnaður sigur gegn FH

Teitur Örn Einarsson
Teitur Örn Einarsson

Selfoss fékk FH í heimsókn í 10.umferð Olísdeildarinnar í handbolta. Selfoss byrjaði mjög vel og lokaði öllu í vörninni, staðan í hálfleik var 12-7. Selfyssingar byrjuðu seinni hálfleik af krafti og héldu uppi uppteknum hætti. FH náði síðan að komast inn í leikinn og þegar um 6 mínútur voru eftir af leiknum náðu FH-ingar að jafna leikinn, 20:20. Selfoss náði þó að halda sínu striki og eftir æsispennandi lokakafla náðu þeir eins marks sigri, 24:23.

Teitur Örn skoraði 8 mörk, þar af 4 af vítalínunni. Haukur Þrastarson skoraði 6 mörk, Atli Ævar var með 4, Hergeir Grímsson með 3, Sigurvin Jarl Ármannsson með 2 mörk og Einar Sverrisson með eitt mark.

Sölvi Ólafsson stóð sig vel í marki Selfoss og varði 13 skot og Helgi Hlynsson með 3 varin skot, þarf af 2 víti.

Eftir leikinn er Selfoss í 5. sæti með 12 stig og mætir næst Víking í Víkinni, sunnudaginn 26.nóvember kl 19:30.

Meira um leikinn á Vísir.is og Mbl.is Leikskýrslu má sjá hér.


Mynd: Teitur Örn Einarsson var markahæstur Selfyssinga með 8 mörk.
Jóhannes Eiríksson.