Sigur í fyrsta leik hjá Hrafnhildi Hönnu

Handbolti Hrafnhildur Hanna
Handbolti Hrafnhildur Hanna

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og félagar hennar í íslenska landsliðinu unnu í gær frábæran sigur í miklum baráttuleik gegn Austurríki 28-24 í forkeppni HM sem fram fer í Færeyjum. Hanna skoraði þrjú mörk í leiknum eins og Steinunn Hansdóttir sem lék með Selfyssingum í Olís-deildinni á seinasta keppnistímabili.

Í dag leikur íslenska liðið við heimastúlkur í Færeyjum kl.17.00. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV.