Skráning á haustmótið á Akranesi

fimleikar_6717
fimleikar_6717

Á formanna- og framkvæmdastjórafundi Fimleikasambands Íslands í haust voru þær nýjungar kynntar í tengslum við mót hjá FSÍ að félögin þurfa að greiða mótagjöld um leið og skráð er á mót. Til að bregaðst við þessum breytingum hjá FSÍ þurfum við að hafa skráningu á mót fyrirfram í gegnum skráningar- og greiðslukerfið Nóra svo við getum skráð og greitt á réttum tíma til sambandsins.

Haustmótið í hópfimleikum fer fram á Akranesi helgina 20.-22. nóvember. Ganga þarf frá skráningu og greiðslu mótagjalds í seinasta lagi fimmtudag 22. október. Ef iðkandi keppir ekki á mótinu þá vinsamlegast látið þjálfara hópsins vita. Ef barnið veikist eða meiðist og getur ekki tekið þátt á mótinu endurgreiðir FSÍ mótagjaldið gegn læknisvottorði.

Eftirfarandi hópar keppa á haustmótinu á Akranesi: Selfoss 2, 4, 5, 6, 7, 9, 22 og 23 auk Selfoss MIX 2 og 3.