Sölvi framlengir við Selfoss

SölviUndirskr
SölviUndirskr

Markmaðurinn Sölvi Ólafsson hefur framlengt við handknattleiksdeild Selfoss til tveggja ára.  Sölvi hlaut sitt handboltalega uppeldi á Selfossi þar sem hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2012.  Hann fór svo aðeins að skoða heiminn þegar hann gekk í Aftureldingu árið 2015.  Sumarið 2017 kom Sölvi svo aftur heim á Selfoss þar sem hann hefur spilað síðan.  Við fögnum því að Sölvi haldi sinni vegferð áfram á Selfossi.


Mynd: Sölvi stendur keikur, tilbúinn í að verja Hleðsluhöllina.
Umf. Selfoss / ÁÞG