Stelpurnar á hælunum gegn KR

Magdalena Anna Reimus
Magdalena Anna Reimus

Stelpurnar okkar tóku á móti KR-ingum á JÁVERK-vellinum á Selfossi í gær.

Fyrirfram var reiknað með þægilegum leik gegn KR en annað kom á daginn og máttu Selfyssingar að lokum þakka fyrir annað stigið úr leiknum þrátt fyrir töluverða yfirburði úti á vellinum. Það var Magdalena Anna Reimus sem jafnaði fyrir Selfyssinga með glæsilegu skoti úr vítateignum.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Mörkin úr leiknum má sjá á vef SportTV.

Að loknum átta umferðum eru Selfyssinar í öðru sæti deildarinnar. Næsti leikur stelpnanna er gegn ÍBV í Borgunarbikarnum og fer hann fram í Eyjum föstudaginn 3. júlí, kl. 17:30. Næsti leikur í Pepsi-deildinni er gegn Þór/KA á útivelli á miðvikudag 8. júlí kl. 18:00.