Stelpurnar byrja á sigri í Grillinu

Katla María vs Fram
Katla María vs Fram

Meistaraflokkur kvenna hóf leik í Grill66-deildinni í Hleðsluhöllinni í kvöld með sigri á U-liði Vals, 26-21.

Valsstúlkur mættu ákveðnari til leiks og skoruðu fyristu 2 mörk leiksins.  Það dugði til að fá Selfyssinga til þess að stimpla sig inn og skoruðu þær næstu 4 mörk leiksins,  Valur náði aftur forystunni, 5-4 og var það í síðasta skiptið í leiknum sem þær voru yfir.  Seinni 15 mínútur fyrri hálfleiks byggði Selfoss upp smá forystu og var staðan í hálfleik 15-10. 

Valur minnkaði munin í upphafi síðari hálfleiks en Selfyssingar svöruðu vel og náðu fljótt aftur 5 marka forskoti og héldu þeim mun út leikinn og lönduðu að lokum 5 marka sigri, 26-21.

Mörk Selfoss: Katla María Magnúsdóttir 9, Hulda Dís Þrastardóttir 8, Rakel Guðjónsdóttir 4, Katla Björg Ómarsdóttir 2, Tinna Sigurrós Traustadóttir 1, Agnes Sigurðardóttir 1, Sigríður Lilja Sigurðardóttir 1.

Varin skot: Henriette Østegaard 14 (40%)

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is

Næsti leikur hjá stelpunum er á föstudaginn gegn Víkingum í Víkinni kl 19:30, við hvetjum fólk til að fjölmenna í Víkina og hvetja okkar stelpur til dáða. Næsti leikur er hins vegar hjá strákunum á morgun, fyrsti heimaleikurinn í Olísdeildinni gegn ÍR, leikurinn hefst kl 19:30.


Katla María var atkvæðamest í liði Selfoss
Umf. Selfoss / JÁE