Stelpurnar í 4. flokki A-liða komnar í úrslit

Já stelpurnar eru komnar í úrslit eftir hörkuleik gegn góðu liði ÍBV. Leikurinn var hnífjafn allan tímann en stelpunum tókst að skora sigurmarkið 5 sekúndum fyrir leikslok og lokastaðan var 18-17 fyrir Selfoss.

Gestirnir í ÍBV voru þó alltaf einu skrefi á undan í fyrri hálfleik og leiddu í hálfleik 11-12. Í síðari hálfleik þá tókst stelpunum að ná frumkvæðinu á síðustsu 8 mínútunum og það kom í hlut Selfoss að eiga síðustu sókn leiksins.

Þær skoruðu sigurmarkið eins og áður sagði þegar 5 sek. voru eftir af leiknum og fögnuðu ógurlega í leikslok. Frábær karakter og barátta hjá stelpunum og nú eru þær komnar í úrslitaleikinn sem verður laugardaginn 5. maí. (Sjá nánar á hsi.is) 

Áfram Selfoss