Stjarnan var sterkari

Hanna
Hanna

Meistaraflokkur kvenna tók á móti Stjörnunni í vikunni. Leikurinn var jafn í upphafi en Stjarnan náði þó fljótt tveggja til þriggja marka forystu og leiddi í hálfleik 10 – 13. Eftir leikhlé hélst þessi munur þó Selfoss stelpur hafi átt fína spretti en lið Stjörnunnar var aðeins of stór biti fyrir þær. Stjarnan skoraði þrjú síðustu mörk leiksins og lokatölur 19-26 fyrir Stjörnuna sem var reyndar of mikill munur og gaf engan vegin rétta mynd af gangi leiksins.

Hrafnhildur Hanna var markahæst hjá Selfoss með sex mörk. Þuríður Guðjónsdóttir skoraði fjögur, Helga Rún skoraði þrjú, Carmen Palamariu og Hildur Öder skoruðu tvö mörk hvort, Margrét Katrín og Harpa Sólveig voru með eitt mark hvor.

Áslaug Ýr Bragadóttir varði 13 skot í marki Selfoss, með 41% markvörslu og Katrín Ósk Magnúsdóttir varði 6 skot og var með 46% markvörslu.

Það er stutt á milli leikja hjá stelpunum núna en næsti leikur er á laugardaginn þegar þær taka á móti Haukum. Leikurinn fer fram í íþróttahúsi Vallaskóla og hefst hann klukkan 14:00.

Á mynd; Hrafnhildur Hanna. Myndina tók Inga Heiða Heimisdóttir