Svekkjandi tap á móti Gróttu

Capture15
Capture15

Selfoss tapaði á móti Gróttu í hörkuleik á Seltjarnarnesinu síðastliðin föstudag. Okkar strákar byrjaðu leikinn betur og leiddu leikinn í upphafi en staðan í hálfleik var 11-12 fyrir Selfoss. Seinni hálfleikinn byrjaði svo Grótta betur og komst yfir 13-12 en jafnt var á tölum þangað til um sex mínútur voru eftir af leiknum. Þá komumst heimamenn tveimur mörkum yfir og voru Selfyssingar klaufar að missa þá frá sér í lokin en leikurinn endaði 27-24 fyrir Gróttu og tap staðreynd í spennandi leik. Fyrirfram var vitað að um jafnan leik yrði að ræða en 1.deildin virðist vera mjög jöfn og verður spennandi að fylgjast með henni í vetur.

Sverrir Pálsson var markahæstur með 8 mörk, Hörður Másson með fjögur, Andir Már með þrjú, Árni Geir, Egidijus með tvö, Guðjón Ágústsson, Gunnar Ingi, Jóhann Erlings og Matthías Örn allir með eitt mark. Sebastian varði 16 skot og Sverrir Andrésson var með tvö skot varin.

Næsti leikur liðsins er á heimavelli, föstudaginn 10. október, þegar liðið tekur á móti Fjölni.