Tæpar 15 milljónir á Selfoss vegna EM

ksi-merki
ksi-merki

Knattspyrnudeild Selfoss fær tæplega 14,5 milljónir króna úr EM framlagi Knattspyrnusambands Íslands til aðildarfélaga sinna.

Á ársþingi KSÍ sem fram fór 13. febrúar sl. var tilkynnt að 300 m. kr. yrði úthlutað á árinu til aðildarfélaga KSÍ sem sérstakt EM framlag eða um 25% af greiðslunni frá UEFA. Í samræmi við auknar greiðslur UEFA til KSÍ vegna EM hefur stjórn KSÍ ákveðið að hækka framlagið til aðildarfélaga sambandsins í 453 m. kr. sem er um 25% af heildargreiðslu UEFA. Stjórn KSÍ hefur einnig ákveðið hvernig greiðslurnar skiptast á milli aðildarfélaga.

Fjármunum skal eingöngu varið til knattspyrnutengdra verkefna félaganna og væntir stjórn sambandsins þess að þeim verði ráðstafað til verkefna sem skili bættu starfi til lengri tíma.

Upphæðin sem félögin fá er misjöfn eftir umfangi félaganna, stöðu karla- og kvennaliða og starfsemi yngri flokka.

Frá þessu er greint á vef KSÍ.