Tanja yfirþjálfari og systurnar Gerður og Rakel sjá um dansinn

Fimleikar - Tanja
Fimleikar - Tanja

Tanja Birgisdóttir hefur verið ráðin yfirþjálfari elsta stigs hjá Fimleikadeild Selfoss. Hún tekur við starfinu 1. ágúst næstkomandi af Olgu Bjarnadóttur sem gegnt hefur starfi yfirþjálfara frá 1997.

Tanja er okkur góðkunn og hefur starfað hjá deildinni og sýnt frábæran árangur sem þjálfari frá árinu 2004 með stuttum hléum en hún æfði fimleika með Selfoss frá unga aldri áður en hún hóf þjálfaraferilinn. Tanja var landsliðsþjálfari blandaðs liðs unglinga á Evrópumótinu í hópfimleikum árið 2014 og stýrði þeim til bronsverðlauna. Hún var einnig í þjálfarateymi blandaðs liðs Selfoss sem nældi í bronsverðlaun á Norðurlandamóti unglinga vorið 2014 sem og Íslandsmeistaratitla með blönduðu liði fullorðinna vorið 2015. Tanja þjálfar fjóra hópa hjá fimleikadeildinni og er stórt verkefni framundan en það er Norðurlandamót fullorðinna sem haldið verður á Íslandi í haust.

Systur taka við dansþjálfun meistaraflokka Selfoss

Þær Gerður Ósk Guðmundsdóttir og Rakel Dögg Guðmundsdóttir taka við dansþjálfun meistaraflokka Selfoss þann 1. ágúst næstkomandi. Þær taka við góðu búi af Sigrúnu Ýr Magnúsdóttur sem hefur þjálfað meistaraflokka Selfoss í dansi frá árinu 2008 af miklum metnaði og skilað góðum árangri. Systurnar ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur verður þeirra fyrsta verkefni að fylgja blönduðu liði Selfoss á Norðurlandamót fullorðina 14. nóvember 2015.

Þær eru ekki nýliðar í dansþjálfun hjá deildinni en voru ekki við störf síðasta tímabil. Þær hafa báðar starfað í mörg ár fyrir deildina með hléum en báðar eru þær uppaldar hjá félaginu og hafa ávallt haldið tryggð við það.

Stjórn Fimleikadeildar Selfoss býður þessar ungu konur velkomnar til starfa og óskar þeim velfarnaðar í komandi verkefnum.

ob

Fimleikar - Gerður Fimleikar - Rakel