Tap gegn Víkingi

Selfoss_merki_nytt
Selfoss_merki_nytt

Selfyssingar lágu fyrir 0-2 Víkingunum hennar Olgu þegar liðin mættust á JÁVERK-vellinum í 1. deildinni í gær.

Þegar allt leit út fyrir markalausan fyrri hálfleik skoraði leikmaður Víkings stórbrotið mark sem skildi liðin að í hálfleik. Þeir bættu svo marki við í upphafi seinni hálfleiks og sigldu eftir það nokkuð öruggum sigri í höfn þrátt fyrir að okkar menn hafi verið mikið með boltann.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Eftir leikinn er Selfoss í 10. sæti með 13 stig og sækja strákarnir okkar Grindvíkinga heim fimmtudaginn 6. ágúst klukkan 19:15.