Tap í Suðurlandsslagnum

Olísdeildin
Olísdeildin

Meistaraflokkur kvenna tapaði á móti ÍBV í Olís-deildinni á laugardaginn. Okkar stelpur áttu ekki góðan fyrri hálfleik og voru 17 – 9 undir í hálfleik. Leikmenn Selfoss komu vel stemmdir inn í seinni hálfleikinn og náðu að saxa á forskot Eyjastúlkna og skora fimmtán mörk á móti tíu mörkum ÍBV í þeim hálfleik en það er víst ekki nóg að vinna bara annan helminginn af leiknum og þriggja marka tap því staðreynd, 27 – 24.

Selfoss stelpur sýndu góðan karakter og gáfust aldrei upp en það er erfitt að vinna upp svona stórt forskot og vera að elta allan leikinn. Liðið hefur verið að gera góða hluti það sem af er vetri og ætlar að sjálfsögðu að halda áfram að tína inn stig í deildinni enda nóg eftir af mótinu.

Markahæst í liði Selfoss var Hrafnhildur Hanna með tíu mörk, Elena Birgisdóttir skoraði fjögur, Carmen Palamariu þrjú, Margrét Katrín, Kristrún Steinþórsdóttir og Þuríður Guðjónsdóttir allar með tvö mörk.

Næsti leikur mfl. kvenna er laugardaginn 1. nóvember í Íþróttahúsi Vallaskóla klukkan 14:00. Þá taka þær á móti HK sem er einu sæti fyrir ofan Selfoss í deildinni. Þar verður án efa hart barist og hvetjum við fólk til að fjölmenna á pallana og styðja okkar lið.