Þakkað fyrir.

Starfsmenn Selfossvallar, f.v Þórdís, Einar og Sveinbjörn.
Starfsmenn Selfossvallar, f.v Þórdís, Einar og Sveinbjörn.

Á aðalfundi Frjálsíþróttadeildar Umf.Selfoss, fyrir skemmstu, þakkaði stjórn og starfsfólk frjálsíþróttadeilarinnar, vallarstarfsmönnum Selfossvallar, fyrir frábært samstarf.  Var þeim Sveinbirni Mássyni vallarstjóra, Einari Erni Einarssyni og Þórdísi Rakel Hansen, þakkað fyrir frábært samstarf á Selfossvelli og færður smá þakklætisvottur fyrir.  Kom fram í máli formanns deildarinnar, Hjalta Jóni Kjartanssyni, að þau væru alltaf boðin og búin til aðstoðar og stæðu sig með eindæmum vel við að hafa vallarsvæðið alltaf eins og best væri á kosið og því væri ekkert skrýtið að talað væru um Selfossvallarsvæðið sem eitt af þeim bestu, ef ekki það besta á landinu.  Einnig var þeim sérstaklega þakkað fyrir frábært starf við undirbúning og framkvæmd, mótsins, Selfoss Classic sl. sumar sem tókst frábærlega og var valið frjálsíþróttaviðburður ársins hjá Frjálsíþróttasambandi Íslands.