Þjálfarar knattspyrnudeildar á skyndihjálparnámskeiði

IMG_9541
IMG_9541

Knattspyrnudeild Selfoss hélt á dögunum námskeið í skyndihjálp og fyrstu viðbrögðum fyrir þjálfara og starfsfólk knattspyrnudeildar.

Díana Gestsdóttir íþrótta- og heilsufræðingur og skyndihjálparkennari sá um námsskeiðið. Þar lærðu þátttakendur grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun. Markmiðið er að þátttakendur verði hæfir til að veita fyrstu hjálp ef að slys verður á æfingum eða í leikjum.