Þórir þjálfari ársins

Handbolti - Þórir Hergeirsson
Handbolti - Þórir Hergeirsson

Í gær tilkynnti Alþjóða handknattleikssambandið um útnefningu á þjálfurum ársins í karla- og kvennaflokki. Þar urðu fyrir valinu Dagur Sigurðsson þjálfari þýska karlalandsliðsins og Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson þjálfari norska kvennalandsliðsins.

Frá þessu er greint á vefsíðu HSÍ.

Þórir Hergeirsson er 51 árs gamall Selfyssingur. Hann þjálfaði fyrst í Noregi hjá Elverum, Gjerpen og Nærbø IL en frá 2001 hefur Þórir verið í starfsliði norska kvennalandsliðsins. Árið 2009 tók hann við sem þjálfari liðsins. Undir stjórn Þóris hefur norska kvennalandsliðið unnið tvo heimsmeistaratitla (2011 og 2015), tvo Evrópumeistaratitla (2010 og 2014) ásamt því að verða Ólympíumeistarar í London 2012.