Tröll – Jólasýning fimleikadeildar

2016-troll
2016-troll

Árleg jólasýning fimleikadeildar Umf. Selfoss verður haldin laugardaginn 10. desember. Þetta er í ellefta sinn sem sýningin er þemabundin og undanfarna daga hafa iðkendur og þjálfarar lagt nótt við dag til að bjóða gestum í undraheim tröllanna. Eins og alltaf er sýningin hin glæsilegasta og allir iðkendur deildarinnar fá að taka þátt.

Í ár taka tveir gestir þátt í sýningunni, þau Þórdís Imsland og Þórir Geir Guðmundsson ætla að syngja á sýningunni. Að venju verða þrjár sýningar kl. 9:30, kl. 11:15 og kl. 13:15 og er sýnt í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi.

Sú nýbreytni er að þessu sinni að gestir ganga inn á sýninguna um inngang á íþróttahúsi en út í gegnum aðalanddyri Vallaskóla þar sem þeim gefst kostur á að gæða sig á kaffi og kruðeríi í Tröllaheimi að sýningu lokinni.

Forsala aðgöngumiða verður í anddyri Vallaskóla á föstudag kl.16-18.