Umhverfissjóður UMFÍ

UMFÍ hefur auglýst eftir umsóknum úr Umhverfissjóði UMFÍ – Minningarsjóði Pálma Gíslasonar. Tilgangur sjóðsins er að styrkja umhverfisverkefni félaga eða einstaklinga innan ungmennafélagshreyfingarinnar.

Stofnendur sjóðsins eru fjölskylda Pálma Gíslasonar, fyrrverandi formanns UMFÍ, ásamt ungmennafélagshreyfingunni og öðrum velunnurum. Reglugerð um sjóðinn ásamt rafrænni umsókn má finna á heimasíðu UMFÍ undir styrkir.

Umsóknum skal skila rafrænt til UMFÍ fyrir 15. apríl.