Undraverður bati á einu ári

Selfoss_merki_nytt
Selfoss_merki_nytt

Fyrir réttu ári síðan slitnaði krossband í hægra hné Daníels Jens Péturssonar við keppni á Íslandsmóti í taekwondo. Strax eftir slysið tók Sigríður Eva sjúkraþjálfari málið í sínar hendur, útvegaði Daníel spelku og sagði honum að fara strax á fætur og nota fótinn. Átta vikum eftir slysið fór Daníel í aðgerð þar sem hnéð var borað, skrúfað og neglt og síðan tók við löng og ströng sjúkraþjálfun hjá Sigríði Evu.

Aðgerðina framkvæmdi Brynjólfur Jónsson, MD, Phd sérfræðingur í bæklunarskurðlækningum, dr. med, sá hinn sami og lagfærði hné handboltakappans Ólafs Stefánssonar. Það eitt og sér fyllti okkur öll bjartsýni að þetta yrði væntanlega í góðu lagi þar sem sú aðgerð hafði verið gerð 12 árum áður og Ólafur var ennþá meðal þeirra bestu í heimi.

Um umliðna helgi kom í ljós að allt hefur gengið að óskum því Daníel sigraði alla sína andstæðinga með miklum yfirburðum og varð Íslandsmeistari í A flokki senior í taekwondo og valinn keppandi mótsins. 8-)

Sérstakar þakkir færum við Sigríði Evu, sjúkraþjálfara, fyrir mikla eftirfylgni og ummönnun langt umfram það sem skyldan bíður og fyrir að leiða Daníel í gegnum þetta ferli, hvað má og hvað má ekki frá fyrsta degi.

Fyrir hönd stjórnar Taekwondodeildar Umf. Selfoss,
Pétur Jensson