Unglingameistaramót Íslands 2014

Kári Valgeirsson
Kári Valgeirsson

Selfyssingurinn Kári Valgeirsson keppir um helgina á Unglingameistaramóti Íslands, UMÍ, sem fram fer í Ásvallalaug í Hafnarfirði í samstarfi við Sundfélag Hafnarfjarðar. Kári keppir í þremur greinum þ.e. 50, 100 og 200 metra skriðsundi.

Um 100 keppendur eru skráðir til leiks að þessu sinni frá 10 félögum. Synt er í beinum úrslitum í stúlkna og piltaflokkum 15-17 ára annarsvegar og opnum flokki 15-20 ára. Sú breyting er á frá síðasta ári að nú hefur það sundfólk, 13 og 14 ára, leyfi til að synda á mótinu hafi það synt greinarnar á AMÍ og séu þau með lágmörk á UMÍ.

Mótið hefst kl. 10.00 á laugardag og er í þremur hlutum. Hver hluti er áætlaður um tveir tímar að lengd.

Nánar um tímaáætlun, keppendalista og annað má finna hér á upplýsingasíðu UMÍ. Einnig má finna upplýsingar og úrslit á heimasíðu SH.