Upphitun fyrir Fylkir - Selfoss mfl.karla

Á föstudaginn 30. nóvember klukkan 19:30 fer Selfoss í Árbæinn og tekur á móti Fylki. Liðin mættust fyrr í vetur og vann Selfoss þá öruggan 29-14 sigur.

Fylkir hefur einungis náð í eitt stig í 8 leikjum og því hungraðir í að sanna sig. Í liðinu eru fullt af strákum sem við Selfyssingar ættum að þekkja ágætlega. Þar má helst nefna Gústaf Lilliendahl sem hefur farið mikið í markaskorunn hjá þeim með 25 mörk í 7 leikjum. Óðinn Stefánsson er þó þeirra markahæsti maður með 37 mörk í 8 leikjum. Eyþór Lárusson hefur líka farið ágætlega af stað með þeim með 16 mörk í 4 leikjum. Hann er enn einn af fjölmörgum fyrrverandi leikmönnum Selfoss í Fylkis liðinu. Í markinu er það svo Akureyringurinn Siguróli M. Sigurðsson og Ástgeir R. Sigmarsson sem er okkur góðkunnugur. Liðið er svo þjálfað af Jóhannes Lange sem var um tíma aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Vals í kvennaflokki.

Gengi Fylkis á tímabilinu: J-T-T-T-T-T-T-T

Selfoss strákarnir eru staðráðnir í að komast aftur á beinu brautina eftir tvö slæm töp. Það voru mikil batamerki á liðinu eftir seinasta leik, en þá var Grótta líklega að spila sinn besta leik í vetur. Einar Sverrisson er markahæstur Selfyssinga með 50 mörk í 8 leikjum. Næstur kemur Matthías Örn Halldórsson með 35 mörk í 8 leikjum. Einar Pétur Pétursson er með 44 mörk í 8 leikjum og Hörður Gunnar Bjarnarson 34 mörk í 8 leikjum. Það hafa verið mikil batamerki á sókn liðsins í seinustu leikjum, hinsvegar hefur vörnin gefið mikið eftir. Vonandi mun innkoma Harðar Mássonar bæta þetta, en hann er mættur aftur í Selfoss búninginn eftir 2 ára fjarveru. Í markinu hafa svo Sverrir og Helgi staðið vaktina vel, þeir vilja þó væntanlega bæta fyrir seinustu tvo leiki eins og allt liðið.

Gengi Selfoss á tímabilinu : S-S-T-S-S-S-T-T

Heimasíðan hvetur fólk til að mæta að venju, en liðið er þakklátt fyrir góðan kjarna af fólki sem mætir á útileiki liðsins.