Uppskeruhátíð ÍTÁ

Hin árlega uppskeruhátíð íþrótta- og tómstundanefndar Árborgar verður haldin í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi fimmtudaginn 3. janúar kl. 20:00. Þar verða afhentir styrkir úr Afreks- og styrktarsjóði Árborgar og íþróttafélaganna, þ.e. Umf. Selfoss, Íþf. Suðra, Golfklúbbs Selfoss o.fl. Hvatningaverðlaun verða veitt, afhentir styrkir fyrir afburðaárangur og tilkynnt kjör íþróttakonu og íþróttakarls Árborgar 2012.
Tónlistaratriði  – Hulda Kristín ásamt Tómasi Smára.
Kaffiveitingar í boði eftir verðlaunaafhendingu. 
Hátíðin er öllum opin og allir hjartanlega velkomnir.

Mikilvægt er að formenn deilda og yfirþjálfarar sjái til þess að allt sitt fólk mæti og taki við viðurkenningum og afreksstyrkjum.