Úthlutun úr Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ

Í október var úthlutað styrkjum úr Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ og var þetta seinni úthlutun ársins. Sjóðurinn veitir m.a. styrki til félags- og íþróttastarfs ungmennafélagshreyfingarinnar með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun, félagsmálum og félagsstarfi.

Alls var úthlutað rúmlega 5 milljónum króna til 39 verkefna. Þar af voru fimm verkefni á vegum Umf. Selfoss sem hlutu styrk.

Fimleikadeild Umf. Selfoss kr. 36.000 vegna þjálfaranámskeið 1A FSÍ
Fimleikadeild Umf. Selfoss kr. 100.000 vegna fimleikaakademíu við Fjölbrautaskóla Suðurlands
Frjálsíþróttadeild Umf.Selfoss kr. 150.000 vegna stofnunar frjálsíþróttaakademíu við Fjölbrautaskóla Suðurlands
Umf. Selfoss kr. 100.000 vegna 80 ára afmælis félagsins
Umf. Selfoss kr. 100.000 vegna þjálfararáðstefnu í Árborg 2014

Rétt til styrkveitingar úr sjóðnum eiga allir félagar í ungmennafélögum sem eru virkir í starfi og hafa uppáskrift síns félags eða sambands til að afl a sér aukinnar þekkingar á sínu sérsviði sem gæti nýst viðkomandi félagi, sambandi og ungmenna-félagshreyfingunni í heild. Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ, héraðssambönd, ungmennafélög og deildir innan þeirra rétt á að sækja um styrk úr sjóðnum.

Aðalstjórn Umf. Selfoss vill koma á framfæri þakklæti til UMFÍ fyrir myndarlega styrki sem styðja við bakið á blómlegu starfi Umf. Selfoss.