Vel heppnaður kynningardagur í mótokross

IMG_4251
IMG_4251

Mótokrossdeildin hélt kynningardag í fyrsta skipti á laugardaginn 23. maí þar sem krökkum á aldrinum 6-18 ára var boðið að koma á svæði deildarinnar í fylgd með forráðamönnum og prófa að keyra mótokrosshjól.

Fjölmargir félagsmenn tóku þátt í deginum og hjálpuðu til bæði með því að lána hjól og útbúnað ásamt því að taka á móti krökkunum og kenna þeim grunnatriði í akstrinum. Veður var á köflum afleitt en það hafði ekki áhrif á heildarútkomuna og þegar upp var staðið höfðu tuttugu krakkar fengið að prófa hjól og skein gleðin úr hverju andliti.

Kynningardagurinn er liður í því að fjölga iðkendum í íþróttinni og er það von okkar að einhverjir þeirra sem fengu að prófa mæti fljótlega aftur á æfingar hjá deildinni sem fara fram á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum á milli sjö og átta. Foreldrum er velkomið að hafa samband við þjálfara eða stjórnarmenn ef einhverjar spurningar vakna.

Myndir frá deginum má sjá á fésbókarsíðu deildarinnar þar sem einnig er hægt að skella inn spurningum um starfsemi deildarinnar.

as

---

Efnilegir hjólamenn fengu leiðsögn í rigningunni.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss/Axel Sigurðsson