Við ramman reip að draga í Tokyo

Egill-í-Tokyo-2017
Egill-í-Tokyo-2017

Það var við ramman reip að draga þegar Egill Blöndal keppti á Tokyo Grand Slam á sunnudaginn.

Hann mætti Jose Luis Arroyo Osorno frá Perú í hörkuglímu. Egill byrjaði mjög vel og átti ágætis sóknir en því miður skiluðu þær ekki árangri, þó munaði ekki miklu snemma í viðureigninni og bjargaði Jose sér á magann. Jose  sótti hinsvegar ekki mikið en þegar hann gerði það þá voru þær sóknir beittar og  skiluðu honum wazaari þegar viðureignin var rúmlega hálfnuð og öðru ekki löngu seinna. Egill bætti í og sótti stíft það sem eftir lifði viðureignar og hefði ekki verið ósanngjarnt að Jose hefði verið búinn að fá að minnsta kosti eitt ef ekki tvö shido þegar yfir lauk þar sem hann eiginlega lagðist í vörn til að halda sínu.

Að móti loknu tekur Egill þátt í alþjóðlegum æfingabúðum í Tokyo.

Hér má sjá viðureignina hans Egils.