Viðar valinn sóknarmaður ársins í Svíþjóð

vidar-orn-kjartansson-malmo
vidar-orn-kjartansson-malmo

Vefmiðillinn Sunnlenska.is greindi frá því í gær að Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson var valinn besti sóknarmaður tímabilsins í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Viðar skoraði 14 mörk í 20 leikjum með sænsku meisturunum í Malmö áður en hann gekk til liðs við Maccabi Tel Aviv í Ísrael í ágúst.

Lengi vel var Viðar markahæstur í deildinni en í lokaumferðinni skoraði John Owoeri, framherj Hacken, fernu og tryggði sér gullskóinn.

---

Viðar Örn í búningi Malmö.