Viðtal við Einar Gumundsson yfirþjálfara

Nú eru 2 dagar í fyrsta leik Selfoss í 1.deildinni og heldur heimasíðan áfram að hita upp fyrir veturinn og leikinn með viðtölum. Næstur í röðinni er Einar Guðmundsson yfirþjálfari Selfoss.

Hvernig leggst komandi vetur í þig?

Mér list vel á þetta, ég held að liðið sé vel undirbúið, flestir hafi æft vel og hópurinn sé ágætleg mannaður.

Fyrsti leikur vetrarins er gegn Gróttu á nesinu, hvernig meturðu möguleikana?

Ég held að þetta verði 50-50 leikur, þar sem sigurinn getur fallið hvoru megin sem er.

Í ný útkomni spá er Selfoss spáð 4-5 sæti, er það raunhæf spá ?

Ég var mjög hissa þegar ég sá spánna, ég tel okkur t.d. alveg með jafngott lið og Gróttu sem var spáð efsta sæti.
En ég held að deildin verði mjög jöfn og fá stig muni skilja að liðið í 1. og 5. sæti.

Nú eru tvö ný lið í deildinni, Þróttur og Fylkir það hlítur að vera gott fyrir deildina?

Það er frábært fyrir handboltann á Íslandi að fá þessi lið inn, nú eru allar líkur á því að liðum fjölgi enn frekar næsta keppnistímabil og við munum sjá tvær 10 liða deildir.
Það er t.d. algjörlega grundvöllur fyrir öðru handboltaliði á Selfossi, það er yfir 40 leikmenn 17 ára og eldri að stunda handbolta á Selfossi í dag og það gefur augaleið að þeir komast ekki allir í byrjunarliðið hjá Selfoss.

 

Bara hvetja alla til að styðja við liðið, það er okkar stefna að byggja upp lið á heimamönnum og nú þarf að búa til betri umgjörð um meistaraflokk þannig að við séu ekki í því hlutverki að ala upp leikmenn fyrir önnur félög.