Yfirburðir Selfyssinga á Ísafirði

HSI
HSI

Ísafjarðarmótið hjá strákunum á yngra ári í 5. flokki fór fram um helgina og gekk gríðarlega vel.

Selfoss 1 hélt uppteknum hætti og sigraði alla leiki sína á mótinu og unnu Vestfjarðarbikarinn sem er ansi veglegur. Í mótslok fengu þeir afhentan sjálfan Íslandsmeistaratitilinn, en þeir voru búnir að tryggja sér hann fyrir þó nokkru síðan. Þessir drengir töpuðu ekki leik á tímabilinu og eru því komin tvö taplaus tímabil í röð hjá þeim og verður spennandi að sjá þá þegar fram líða stundir.

Selfoss 2 gerðu einnig góða ferð á Ísafjörð og sigruðu alla sína leiki með nokkrum yfirburðum, en þessir drengir hafa verið í mikilli framför í allan vetur og hafa svo sannarlega unnið sé inn fyrir árangrinum. Þeir stóðu sig frábærlega hver og einn, liðsheildin var mikil og því stóðu þeir uppi sem deildarmeistarar í 3. deild og munu hefja leik í 2. deild í haust.

Framtíðin er björt.

---

Selfoss 1 efri röð f.v. Örn Þrastarson (þjálfari), Aron Fannar Birgisson, Arnar Daði Brynjarsson, Elvar Elí Hallgrímsson, Ísak Gústafsson, Garðar Örn Sigurfinnsson og Teitur Örn Einarsson (aðstoðarþjálfari). Neðri röð f.v. Jón Þórarinn Þorsteinsson, Guðmundur Tyrfingsson, Reynir Freyr Sveinsson, Jón Vignir Pétursson og Aron Darri Auðunsson.

Selfoss 2 f.v. Örn Þrastarson (þjálfari), Ólafur Áki Andrésson, Hjalti Snær Helgason, Sindri Elíasson, Árni Ísleifsson, Oddur Heiðar Helgason, Ingvar Orri Ólafsson og Teitur Örn Einarsson (aðstoðarþjálfari).

Ljósmyndir: Umf. Selfoss

Selfoss1 Selfoss2