Eins marks sigur í Eyjum

Atli Ævar Ingólfsson
Atli Ævar Ingólfsson

Selfyssingar gerðu góða ferð til Vestmannaeyja og sigruðu ÍBV með einu marki, 35-36.

Leikurinn var jafn fyrstu mínúturnar en Eyjamenn sigu fram úr og höfðu frumkvæðið lengst af. ÍBV leiddi með 5 mörkum í hálfleik, 19-14 og náðu 6 marka forskoti í upphafi seinni hálfleiks. Selfyssingar héldu rónni og spiluðu sinn leik, hægt og rólega náðu þeir svo að minnka niður muninn. Þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum voru Selfyssingar þremur mörkum undir, 29-26. Á skömmum tíma var staðan orðin 30-32 fyrir Selfoss. Lokamínúturnar voru æsispennandi, eins og svo oft áður. Selfyssingar náðu þriggja marka forystu þegar um 3 mínútur voru eftir af leiknum en ÍBV náði að minnka muninn niður í eitt mark. Ekki dugði það og Selfyssingar unnu glæsilega eins marks sigur á erfiðum útivelli, 35-36.

Mörk Selfoss: Einar Sverrisson 8, Atli Ævar Ingólfsson 7, Teitur Örn Einarsson 7(2),  Richard Sæþór Sigurðsson 5, Árni Steinn Steinþórsson 4, Elvar Örn Jónsson 2, Guðjón Baldur Ómarsson 2, Sverrir Pálsson 1.

Varin skot: Helgi Hlynsson 8 (30%) og Sölvi Ólafsson 2 (18%).

Eftir sigurinn er Selfoss komið upp í 2.sæti með 30 stig, einu stigi á eftir FH, sem á leik til góða. Nú verður gerð smá pása í deildinni og næsti leikur ekki fyrr en 18.mars gegn FH. Þarnæstu helgi er bikarhelgin þar sem Selfoss mætir Fram í undanúrslitum, miðasala er í verslun TRS!

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is, Mbl.is og Vísir.is. Leikskýrslu má nálgast hér.

____________________________________________

Mynd: Atli Ævar Ingólfsson átti mjög góðan leik á línunni

Umf. Selfoss / Jóhannes Á. Eiríksson.