Fyrsta umferð Íslandsmótsins í motocross á Hellu

Fyrsta umferð í íslandsmótinu í motocross fór fram laugardaginn 8. júní. Keppnin var haldinn í nýrri krefjandi sandbraut á Hellu. Sjötíu keppendur voru skráðir til leiks. Iðkenndur UMFS komust á verðlaunapall í þremur flokkum. Alexander Adam Kuc varð í öðru sæti í flokknum MX1. Eric Máni Guðmundsson varð í fyrsta sæti í flokknum MX2 og Ásta Petrea Hannesdóttir varð í þriðja sæti í kvennaflokknum. 

Önnur umferð í Íslandsmótinu verður haldin á Akranesi þann 29. júní næstkomandi.