ÍBV & HK Ragnarsmótsmeistarar 2025

Á laugardaginn lauk Ragnarsmótinu í ár.  Smá breyting var á mótinu í ár, fækkað var um tvö lið karlameginn og leikið í einum riðli líkt og verið hefur hjá konunum síðustu ár.  Þar að auki var kvenna og karlamótið keyrt í gegn á einni viku.  Úrslitin réðust sem áður segir á laugardaginn, meistarar voru krýndir og einstaklingar hlutu viðurkenningar.  Hjá okkur Selfyssingum fékk Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir viðurkenningu fyrir að vera besti varnarmaður Ragnarsmóts kvenna og Hákon Garri Gestsson fyrir að vera valinn sóknarmaður Ragnarsmóts karla.  ÍBV urðu meistarar á Ragnarsmóti kvenna og HK urðu meistarar á Ragnarsmóti karla.

Eins og áður segir er Ragnarsmótinu þar með lokið þetta árið og þökkum við liðunum og starfsfólki þeirra fyrir samveruna, þökkum öllum þeim dómurum sem tóku þátt í þessu með okkur, þökkum auðvitað öllu starfsfólki, iðkendunum og sjálfboðaliðunum sem komu að framkvæmd leikjanna og mótsins í heild og síðast en alls ekki síst þökkum við þeim fjölmörgu áhorfendum sem mættu á pallana og tóku þátt í að búa til þá góðu stemningu sem einkennir Ragnarsmótið. Hér að neðan eru úrslit og myndir af þeim sem hlutu viðurkenningar og voru viðstödd verðlaunaafhendinguna á laugardag:

Ragnarsmót kvenna
1. Sæti ÍBV
2. Sæti Selfoss
3. Sæti Afturelding
4. Sæti Víkingur
 
Besti leikmaður: Sandra Erlingsdóttir - ÍBV
Besti sóknarmaður: Birna Berg Haraldsdóttir - ÍBV
Besti varnarmaður: Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir - Selfoss
Besti Markmaður:
Amalie Fröland - ÍBV
Markahæst:
Katrín Helga Davíðsdóttir, 26 mörk - Afturelding
 
Ragnarsmót karla
1. Sæti HK
2. Sæti ÍBV
3. Sæti Víkingur
4. Sæti Selfoss
 
Besti leikmaður: Dagur Arnarsson - ÍBV
Besti sóknarmaður: Hákon Garri Gestsson - Selfoss
Besti Varnarmaður: Ísak Rafnsson - ÍBV
Besti markmaður: Petar Jokanovic - ÍBV
Markahæstur: Haukur Ingi Hauksson, 25 mörk - HK

 

Birna Berg Haraldsdóttir besti sóknarmaðurinn, Amalie Fröland besti markmaðurinn og Sandra Erlingsdóttir besti leikmaðurinn, allar leikmenn ÍBV

Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir leikmaður Selfoss var valinn besti varnarmaðurinn

Dagur Arnarsson leikmaður ÍBV var valinn besti leikmaðurinn

Hákon Garri Gestsson leikmaður Selfoss var valinn besti sóknarmaðurinn

Petar Jokanovic leikaður ÍBV var valinn besti markmaðurinn

ÍBV eru sigurvegarar Ragnarsmóts kvenna 2025