Naumt tap gegn Haukum

Perla Ruth Albertsdóttir
Perla Ruth Albertsdóttir

Selfoss tapaði naumlega gegn Haukum nú í kvöld 22-23 eftir æsispennandi lokasekúndur.

Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og voru hálfleikstölur 10-11 fyrir Haukum. Stelpurnar stóðu sig gríðarlega vel og hleyptu Haukum aldrei langt frá sér. Lokasekúndurnar voru æsispennandi. Harpa Brynjarsdóttir jafnaði 22-22 þegar 30 sekúndur voru eftir af leiknum, Haukar lögðu þá í sókn sem endaði með marki úr frákasti þegar um þrjár sekúndur voru eftir af leiknum. Svekkjandi tap þrátt fyrir mikla baráttu hjá stelpunum.

Mörk Selfoss: Perla Ruth Albertsdóttir 9, Hulda Dís Þrastardóttir 4, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 4, Harpa Brynjarsdóttir 3, Arna Kristín Einarsdóttir 1, Viviann Petersen 1.

Varin skot: Viviann Petersen 14 (37%).

Selfoss er áfram í 6. sæti deildarinnar með 7 stig. Næsti leikur hjá stelpunum er gegn ÍBV í eyjum þann 20.febrúar.

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is og Mbl.isLeikskýrslu má nálgast hér.

____________________________________________

Mynd: Perla Ruth Albertsdóttir var markahæst í kvöld með 9 mörk.

Umf. Selfoss / Jóhannes Á. Eiríksson.