Tannlæknaþjónustan og Handknattleiksdeild Selfoss hafa undirritað nýjan samstarfssamning.
Um langt skeið hefur Tannlæknaþjónustan verið einn af styrktaraðilum deildarinnar og hlakkar handknattleiksdeildin til áframhaldandi góðs samstarfs. Sem fyrr byggir starf deildarinnar á góðum stuðningi samstarfsaðila og því er mikill akkur í samstarfi við öflugt fyrirtæki eins og Tannlæknaþjónustuna.
Á meðfylgjandi mynd sem tekin var við undirritun samningsins eru Hallur Halldórsson fyrir hönd Tannlæknaþjónustunnar og Einar Sindri Ólafsson ritari handknattleiksdeildar Selfoss.