Magnús Tryggvi sem varð fimmfaldur HSK meistari á efsta þrepi en þrefaldur Selfoss sigur staðreynd í 60m hlaupi 15 ára pilta
Unglingamót HSK 15-22 ára fór fram í Lindexhöllinni 11.janúar sl. Lið Selfoss gjörsigraði stigakeppni félaganna með 246,5 stig en Hekla varð í öðru sæti með 81 stig. Magnús Tryggvi Birgisson varð fimmfaldur HSK meistari en hann vann allar greinarnar í 15 ára flokki og var með góðar bætingar. Hjálmar Vilhelm Rúnarsson varð tvöfaldur HSK meistari í flokki 18-19 ára. Hann stórbætti HSK metið innanhúss í flokki 18-19 ára í kúluvarpi þegar hann varpaði kúlunni 14,59m en fyrra met Einars Árna Ólafssonar frá árinu 2021 var 12,85m. Hjálmar varð einnig HSK meistari í hástökki. Hugrún Birna Hjaltadóttir varð tvöfaldur HSK meistari í flokki 18-19 ára bæði í langstökki og 60m grindahlaupi og að lokum varð Hanna Dóra Höskuldsdóttir tvöfaldur HSK meistari í flokki 20-22 ára, bæði í hástökki og kúluvarpi.
HSK meistarar frjálsíþróttadeildar Selfoss urðu eftirtaldir aðilar:
15 ára flokkur:
Magnús Tryggvi Birgisson: 60m hlaup 8,23s, langstökk 4,97m, hástökk 1,50m, kúluvarp 11,31m og 60m grindahlaup 10,75s
Ásta Kristín Ólafsdóttir: Kúluvarp 9,98m
16-17 ára flokkur:
Hannes Breki Björnsson: 60m hlaup 8,14s
Bryndís Embla Einarsdóttir: Kúluvarp 12,79m
Anna Metta Óskarsdóttir: 60m hlaup 8,61s
18 -19 ára flokkur
Hjálmar Vilhelm Rúnarsson: hástökk 1,95m og kúluvarp 14,59m
Hugrún Birna Hjaltadóttir: langstökk 4,55m og 60m grindahlaup 11,94s
Þorvaldur Gauti Hafsteinsson: 60m hlaup 7,80s
20-22 ára flokkur
Hanna Dóra Höskuldsdóttir: hástökk 1,40m og kúluvarp 8,77m

Hjálmar Vilhelm setti nýtt glæsilegt HSK met í kúluvarpi í flokki 19-20 ára