Motocross námskeið RMJ Academy

Helgina 14. - 16. júní kom Richard frá RMJ Academy í Bretlandi motocrossskóla í Bretlandi til Íslands og hélt hjá okkur frábært helgarnámskeið á nýju svæði í Bolaöldu þar sem þáttakendur á námskeiðinu voru 10 ára og uppí 45 ára. Richard rekur motocrossskóla í Bretlandi með Ashley Wilde og hafa þeir verið að þjálfa ótrúlega flottan hóp af ökumönnum í sem eru að ná frábærum árangri í breska meistarmótinu. Námskeiðið var vel heppnað og gerum við fastlega ráð fyrir því að fá Richard aftur til okkar annað hvort á þessu eða næsta ári.