Síðasta umferð Enduro fyrir alla

Síðasta umferð í mótaröðinni Enduro fyrir alla var haldin í Þorlákshöfn síðastliðna helgi. Þar hefur ekki verið haldin keppni í fjölda mörg ár. 50 keppenur voru skráðir til leiks,  keppnin er 90 mín þolakstur, sem endaði í næstum tveimur tímum í krefjandi sandinum. Tveir ungir félagsmenn frá UMFS náðu frábærum árangri en það eru þeir Alexander Adam Kuc sem varð annar og Eric Máni Guðmundsson sem varð þriðji. 

Við óskum þeim til hamingju með árangurinn.