Þrjár úr meistaraflokki Selfoss í úrvalshópi fullorðinna og Tanja og Mads ráðin sem landsliðsþjálfarar

Birta Sif, Karolína Helga og Silvia Rós eru í úrvalshópi fullorðinna í hópfimleikum
Birta Sif, Karolína Helga og Silvia Rós eru í úrvalshópi fullorðinna í hópfimleikum

Fyrir áramót var tilkynnt um úrvalshóp fullorðinna í hópfimleikum en þrír iðkendur úr meistaraflokki Selfoss eiga þar sæti.
Það eru þær Birta Sif, Karolína Helga og Silvia Rós Nokkala.
Úrvalshópurinn er breytilegur yfir árið en útfrá úrvalshópnum er valið inn í fullorðins landslið Íslands í hópfimleikum, sem keppir á Evrópumóti í Azerbaijan í október.

Innilega til hamingju með árangurinn stelpur, við hlökkum til að styðja ykkur í gegnum þetta ferli!

Á sama tíma og úrvalshóparnir voru kynntir voru nýráðnir landsliðsþjálfarar Fimleikasambands Íslands kynntir til sögunnar.

Selfoss á þar tvo þjálfara, en þau Tanja Birgisdóttir og Mads Pind verða stökkþjálfarar á stúlknateymi Íslands.
Stúlknateymið mun einnig keppa á Evrópumóti í október í Azerbaijan og því stórt og spennandi verkefni framundan hjá þeim.
Við óskum þeim innilega til hamingju líka með nýja starfið sem þau munu sinna samhliða þjálfun sinni á Selfossi. 
Við erum svo sannarlega heppin að hafa svona færa þjálfara innan okkar raða!