Selfyssingar í áfram í bikarnum

Selfoss lagði Stjörnuna að velli í Mjólkurbikarnum á föstudag. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði tvö mörk og Dagný Brynjarsdóttir bætti því þriðja við í öruggum sigri.Búið er að draga í fjórðungsúrslitum og taka stelpurnar okkar á móti Íslandsmeisturum Vals 11.

Litháískur landsliðsmarkmaður til Selfoss

Litháíski landsliðsmarkmaðurinn Vilius Rašimas hefur gert tveggja ára samning við handknattleiksdeild Selfoss.Rašimas er þrítugur og reynslumikill markmaður en hann hefur verið í landsliði Litháen síðan 2010.  Hann kemur til Selfoss frá Þýska liðinu EHV Aue, en hann hefur meðal annars leikið með Kaunas í heimalandi sínu og pólsku vinum okkar í Azoty Pulawy.Handknattleiksdeild Selfoss býður Vilius Rašimas hjartanlega velkominn til okkar og verður gaman að sjá þennan reynda markmann spreyta sig með liðinu í Olísdeildinni í vetur en það er ljóst að hann mun verða liðinu góð styrking.

Fréttabréf UMFÍ | Unglingalandsmóti frestað

Framkvæmdanefnd Unglingalandsmóts UMFÍ hefur ákveðið, í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis og Almannavarna, að fresta mótinu sem fara átti fram á Selfossi um komandi verslunarmannahelgi um eitt ár.

Efnilegir krakkar í fjálsíþróttasumarbúðum á Selfossi

Frjálsíþróttasumarbúðir FRÍ voru haldnar á Selfossi dagana 21.-25. júní. Rúmlega 50 börn á aldrinum 11-14 ára komu í skólann.

Frábær sigur Selfyssinga í Hafnarfirði

Selfoss vann frábæran 1-2 sigur á Haukum í 2. deild karla í knattspyrnu í gær þrátt fyrir að hafa verið manni færri í 70 mínútur. Guðmundur Tyrfingsson fékk rautt spjald á 23.

Sunnlendingar Íslandsmeistarar 11-14 ára

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum í flokkum 11-14 ára var haldið um helgina á Sauðárkróki í ágætis veðri en töluverður vindur var þó báða dagana.Í heildarstigakeppninni stóð lið HSK/Selfoss uppi sem Íslandsmeistari með 943 stig en næsta lið var með 680 stig.

Ungu strákarnir afgreiddu Völsung

Selfoss fékk Völsung í heimsókn í 2. deildinni föstudag. Heimamenn báru sigur úr bítum með tveimur mörkum gegn einu. Það voru ungir strákar á skotskónum en mörk okkar stráka skoruðu Þorsteinn Aron Antonsson og Guðmundur Tyrfingsson.Að loknum þremur umferðum hefur Selfoss 6 stig í fjórða sæti deildarinnar.

Leikmenn mánaðarins

Leikmenn júlímánaðar hjá knattspyrnudeildinni eru Thelma Sif Árnadóttir leikmaður 7. flokks kvenna og Skúli Arnbjörn Karlsson leikmaður 7.

Góður sigur í Garðabæ

Selfoss fór í heimsókn í Garðabæinn í gær þar sem liðið mætti Stjörnunni í Pepsi Max deildinni. Selfoss sigraði með fjórum mörkum gegn einu marki heimakvenna.

Gott gengi í Mosfellsbæ

Fyrsta umferð Íslandsmeistaramótsins í mótokross fór fram 28. júní í frábæru veðri í Motomos í Mosfellsbæ og mætti mikill fjöldi áhorenda til fylgjast með keppendum.