Aldursflokkamót HSK | Selfyssingar sigursælir

Merki HSK - Logo
Merki HSK - Logo

Aldursflokkamót HSK í sundi var haldið á Hvolsvelli 28. apríl sl. og sendu þrjú félög keppendur til leiks.

Keppt var í aldursflokkum 10 ára og yngri, 11 – 12 ára, 13 – 14 ára og 15 – 18 ára.  Í flokkum 10 ára og yngri fengu allir jafna viðurkenningu, en í eldri flokkum var keppt um gull, silfur og brons. 

Keppendur Selfoss  unnu samtals 13 HSK meistaratitla, Hamar vann fjóra titla og Dímon þrjá.

Selfyssingar unnu stigakeppnina örugglega, hlutu samtals 134 stig, Hamar varð í öðru sæti með 48 stig og Dímon var með 21 stig.

Úr fréttabréfi HSK