Myndasýning í tilefni af Guggusundi í 25 ár

guggusund-ungbarnasund
guggusund-ungbarnasund

Í október eru liðin 25 ár frá því að Guggusund hóf göngu sína. Af því tilefni er stefnt að því að setja upp myndasýningu í Sundhöll Selfoss af þeim börnum sem hafa verið í Guggusundi síðustu 25 ár.

Við biðjum fólk sem verið hefur á námskeiðum hjá Guggu um myndir teknar af börnunum í Guggusundi og það væri gaman að fá líka myndir af börnunum þegar þau eru orðin eldri og þá sérstaklega af þeim sem hafa haldið áfram í íþróttum. Fá mynd af þeim í þeirri íþrótt sem þau stunda og ef þau hafa náð góðum árangri í íþrótt sinni s.s. Íslandsmeistaratitlar, Norðurlandameistaratitlar og Evrópumeistaratitlar eða verið valin í unglinga eða A-landslið þá væri frábært ef það fylgdi með mynd af þeim í íþrótt sinni.

Það þarf að fylgja skýring eða texti með myndunum með nafni barnsins og aldri.

Best væri að fá myndirnar sendar sem fyrst eða ekki seinna en 14. október í tölvupósti á netfangið guggahb@simnet.is eða ef fólk er með framkallaðar myndir þá er hægt að senda þær á Guðbjörgu Bjarnadóttur, Sílatjörn 19, 800 Selfoss. Nánari upplýsingar hjá Guggu í síma 848-1626.

---

Ljósmynd: Umf. Selfoss/Þröstur Ingvarsson