Selfoss í öðru sæti á Héraðsmótinu

hsk_rgb
hsk_rgb

Héraðsmót HSK í sundi var haldið í Þorlákshöfn 3. júní sl.  20 keppendur frá þremur liðum tóku þátt og voru skráningar 48 talsins.

Baldur Þór Bjarnason krækti í eina Héraðsmeistaratitil Selfyssinga að þessu sinni þegar hann synti 100 m skriðsund á 1:14,56 mín.

Hamar vann stigakeppni félaga með 87 stig, Selfoss varð í öðru sæti með 35 stig og Dímon varð í þriðja með 27 stig. Vilborg Óttarsdottir frá Hamri var stigahæsta sundkona mótsins, hlaut 18 stig og sigraði í þremur greinum. Dagbjartur Kristinsson frá Hamri vann einnig þrjár greinar og varð stigahæsti sundmaður mótsins. Vilborg Óttarsdóttir frá Hamri vann besta afrekið, samkvæmt  stigatöflu FINA. Hún hlaut 325 FINA stig fyrir 50m flugsund.

Sundnefnd HSK vill koma á framfæri þakklæti til starfsfólks íþróttamiðstöðvarinnar í Þorlákshöfn sem gerði sambandinu fært að halda mótið.

Frá þessu er greint á heimsíðu HSK þar sem einnig má finna heildarúrslit mótsins.

Hér fyrir neðan má sjá HSK meistara í öllum greinum mótsins.

50 m flugsund
Dagbjartur Kristjánsson    Hamar           38,96
Vilborg Óttarsdóttir            Hamar           40,16

50 m baksund
Guðjón Dagbjartsson           Hamar           45,44
Vilborg Óttarsdóttir            Hamar           43,90

50 m bringusund
Jakob Þórir Hansen             Dímon           56,23
Vilborg Óttarsdóttir            Hamar           51,02

50 m skriðsund
Jakob Þórir Hansen             Dímon           44,98
Guðrún Rís Guðmundsd.   Hamar           39,56

100 m baksund
Orri Bjarnason                       Dímon           1:30,53

100 m skriðsund
Baldur Þór Bjarnason         Selfoss           1:14,56
Katrín Linda Hilmisdóttir Hamar           1:43,28

200 m fjórsund
Dagbjartur Kristjánsson    Hamar           3:00,81

100 m bringusund
Orri Bjarnason                        Dímon           1:45,33
Katrín Linda Hilmisdóttir  Hamar           1:51,96

100 m flugsund
Dagbjartur Kristjánsson     Hamar           1:27,78

4x50m fjórsund
Karlasveit Hamars                                         3:14,70
Hamar-Dímon                                                 3:01,78