Skráningu á Unglingalandsmótið lýkur 23. júlí

unglingalandsmotsmerki_-_tomt1
unglingalandsmotsmerki_-_tomt1

Skráningu á Unglingalandsmót UMFÍ, sem haldið verður í Borgarnesi um verslunarmannahelgina, lýkur á miðnætti laugardaginn 23. júlí. Mótið er fyrir 11-18 ára og þarf aðeins að greiða eitt þátttökugjald kr. 7.000.

Keppt verður í körfubolta, knattspyrnu, frjálsíþróttum, mótokross, sundi, glímu, golfi, ólympískum lyftingum, hestaíþróttum, skák, skotfimi, fjallahjólreiðum, stafsetningu og upplestri á mótinu.

Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð. Komdu á Unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi um verslunarmannahelgina.

Skráning fer fram á heimasíðu UMFÍ.