Þjálfararáðstefna Árborgar

Þjálfararáðstefna Árborgar - Auglýsing II
Þjálfararáðstefna Árborgar - Auglýsing II

Fimmtudaginn 8. mars nk. fer fram þjálfararáðstefna Árborgar sem ber að þessu sinni yfirskriftina Samstíga til árangurs. Ráðstefnan hefst kl. 16:30 og fer fram í Tíbrá, félagsheimili Umf. Selfoss að Engjavegi 50 á Selfossi.

Margir góðir fyrirlesarar verða á ráðstefnunni og má þar nefna Viðar Halldórsson sem ræðir um íslenska íþróttaundrið, Pálmar Ragnarsson sem fjallar um jákvæð samskipti við þjálfun barna og ungmenna og Írisi Mist Magnúsdóttur sem fjallar um mikilvægi þess að líða vel innan síns íþróttafélags.

Auk þeirra fjallar Anný Ingimarsdóttir frá Barnavernd Árborgar um börn og íþróttir og Gunnar Rafn Borgþórsson, yfirþjálfari knattspyrnudeildar Umf. Selfoss stýrir rafrænni gleðispurningakeppni.

Dagskrá þjálfararáðstefnu Árborgar í mars 2018

Á ráðstefnuna er boðið öllum þjálfurum sem starfa á sambandssvæði HSK og eru yfir 18 ára aldri. Mikil áhersla er lögð á það af vegum Sveitarfélagsins Árborgar að allir þjálfarar í sveitarfélaginu mæti á ráðstefnuna. En rétt er að geta þess að ráðstefnan er öllum opin þó sérstök áhersla sé lögð að sunnlenska þjálfara.

Þátttökugjald á ráðstefnuna er kr. 3.000 og er allt innifalið í verðinu.

Allir sem koma að þjálfun íþrótta á Suðurlandi eru hvattir til að taka þátt í skemmtilegri og fræðandi ráðstefnu en þess má geta að ráðstefnan er metin til endurmenntunar þjálfara á vegum sérsambanda.

Skráning fer fram í netfanginu umfs@umfs.is og lýkur þriðjudaginn 6. mars.

Nánari upplýsingar veitir Gissur Jónsson, framkvæmdastjóri Umf. Selfoss í síma 894-5070.

Ráðstefnan er unnin í samstarfi Sveitarfélagsins Árborgar og Umf. Selfoss með stuðningi Héraðssambandsins Skarphéðins.