Aðalfundur frjálsíþróttadeildar

Aðalfundur Frjálsíþróttadeild
Aðalfundur Frjálsíþróttadeild

Góð mæting var á aðalfund frjálsíþróttadeildar Selfoss sem haldinn var í Tíbrá sl. miðvikudag. Fram kom í máli formanns að starf deildarinnar var blómlegt á seinasta ári. Helstu viðburðir ársins voru að sjálfsögðu Landsmót UMFÍ, Grýlupottahlaupið og Brúarhlaupið. Rekstur deildarinnar er í jafnvægi þrátt fyrir að tap hafi verið vegna þess að 17. júní kaffið féll niður og á seinustu stundu gekk úr skaftinu stór styrktaraðili Brúarhlaupsins. Deildin á þó borð fyrir báru og er stefnt á hallalausan rekstur á þessu ári. Nokkrar umræður urðu um skýrslu stjórnar m.a. um framtíð Brúarhlaupsins. Stjórn deildarinnar var endurkjörin á fundinum.

Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan árangur á seinasta ári. Í flokki 15 ára og eldri var Fjóla Signý Hannesdóttir  afreksmaður deildarinnar  og Teitur Örn Einarsson fékk verðlaun fyrir mestu framfarir. Í flokki 14 ára og yngri var Harpa Svansdótir afreksmaður deildarinnar, Pétur Már Sigurðsson fékk verðlaun fyrir mestu framfarir auk þess sem Elísa Rún Siggeirsdóttir fékk verðlaun fyrir ástundun. Í flokki 9-10 ára fékk Agnar Petro Baldursson viðurkenningu  fyrir góða ástundun og Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir fékk sömu viðurkenningu í flokki 8 ára og yngri.

---

F.v. Elísa Rún, Pétur Már, Dýrleif Nanna (einnig með bikarinn fyrir Fjólu frænku), Teitur Örn, Agnar Petro og Harpa.
Mynd: Umf. Selfoss/Gissur