Aðalfundur knattspyrnudeildar

Aðalfundur knattspyrna
Aðalfundur knattspyrna

Aðalfundur knattspyrudeildar Umf. Selfoss var haldinn sl. fimmtudag. Fram kom í máli formanns að stöðug aukning hefur verið á iðkendum á vegum knattspyrnudeildar sem æfa yfir allt árið og að mestu leyti úti á íþróttasvæðinu. Heildarfjöldi iðkenda á vegum knattspyrnudeildar er nærri 600 talsins.

Kvennalið Selfoss lék í Pepsi-deild þetta tímabil og stóð sig mjög vel. Þá var gaman að sjá Guðmundu Brynju Óladóttur vera valda í A-lið Íslands fyrir skömmu síðan. Karlaliðið lék í 1. deild og stóð sig ágætlega og samkvæmt væntingum. Margir ungir leikmenn stigu sín fyrstu skref með liðinu og öðluðust mikla og góða reynslu þetta tímabil.

Fótbolti á Íslandi er í dag heilsárssport, æfingar og keppni fara fram allan ársins hring. Æfingaaðstaða er með ágætum yfir sumartímann á gervigrasi. Yfir vetrartímann fara æfingar að mestu leyti fram á gervigrasvelli auk þess sem deildin hefur örfáa tíma innanhúss í íþróttahúsi Æfingaaðstaða yfir vetrartímann er engan vegin nógu góð og af þessu hlýst fækkun iðkenda í öllum flokkum á veturna sem eingöngu má rekja til þess að æfingar fara fram úti við. Á þetta sérstaklega við um kvennaflokka og í sumum flokkum er mikil fækkun.

Rekstur deildarinnar er í samræmi við fjárhagsáætlun sem lagt var upp með fyrir árið.

Skipan stjórnar verður að mestu óbreytt á komandi tímabili. Verkaskipting verður þannig að Óskar Sigurðsson er formaður, Þorsteinn Magnússon er varaformaður, Sveinn Ingvason ritari, Sævar Þór Gíslason gjaldkeri og Jón Steindór Sveinsson meðstjórnandi. Varamenn eru Ingþór Jóhann Guðmundsson ogSveinbjörn Másson sem jafnframt er framkvæmdastjóri deildarinnar.

Kosið var í unglingaráð. Þar voru kosin Selma Sigurjónsdóttir, Helena Sif Kristinsdóttir, Svandís Bára Pálsdóttir, Gunnar Styrmisson og Alma Sigurjónsdóttir.

Þá var kynntur til sögunnar Styrktarsjóðurinn „Knattspyrna fyrir alla“ sem Jón Daði Böðvarsson stendur á bakið. Nánar verður fjallað um hann í næsta blaði. Fyrir þá sem vilja lesa fundargerð aðalfundar þá liggur hún á heimasíðu félagsins.

---

Nýkjörin stjórn knattspyurnudeildar. Efri röð frá vinnstri. Þorsteinn, Jón Steindór og Sveinbjörn Neðri röð: Sveinn Ingvarsson, Óskar Sigurðsson og Sævar Þór Gíslason.
Mynd: Umf. Selfoss.