Æfingadagbók iðkenda

2. flokkur mix vinnur í æfingadagbókinni sinni.
2. flokkur mix vinnur í æfingadagbókinni sinni.

Í upphafi annar tókum við hjá fimleikadeildinni í notkun æfingadagbók fyrir keppnishópana okkar.
Dagbókin samanstendur af markmiðasetningu, samantekt á vikunni og yfirferð á því hvernig vikan okkar gekk. 
Dagbókin er aldursskipt, fyrir 12 ára og yngri og 13 ára og eldri og verða verkefnin aðeins meira krefjandi hjá eldri flokkunum.
Markmiðið með notkun bókarinnar er að þjálfa iðkendur í markmiðasetningu, undirbúa þau fyrir mót, byggja upp sjálfstraust og efla þjálfun í andlega þættinum í fimleikum.

Við viljum leggja áherslu á þá vinnu sem þarf að vinna til að líðan iðkendanna okkar í fimleikum sé sem best og þessi bók verður stuðningur til þess. Miðað er við að allir í keppnisflokki hjá okkur, sem eru í 5. flokki og eldri vinni að minnsta kosti 1x í viku í bókinni.