Æfingar hjá knattspyrnudeildinni fara af stað á mánudaginn

munafyriræfingudagskra_munafyriræfingu.2 copy
munafyriræfingudagskra_munafyriræfingu.2 copy

Eftir langa bið fara hefðbundnar æfingar aftur af stað mánudaginn 4. maí. Um leið og æfingar fara í hefðbundið horf eru þjálfarar meðvitaðir um það að hættan af faraldrinum er ekki liðin hjá og viljum við tryggja að öllum líði vel og hlakki til að koma á allar æfingar. 

Tilfinningin að fara heim eftir góða æfingu er frábær, eykur sjálfstraust og vellíðan bæði hjá iðkendum og þjálfurum.

Breyttir tímar hafa kennt þjálfurum og iðkendum að bera sjálfir ábyrgð á sinni þjálfun og ætlum við að halda áfram að gefa út heimaæfingar til þeirra sem vilja æfa meira eða missa af liðsæfingum þá vikuna.

Mikið verður lagt upp með jákvæða upplifun. Brosum og hrósum liðsfélögunum í stað þess að gefa fimmu eða faðma, bíðum með það aðeins lengur.
Samvinnan hefur sjaldan verið mikilvægari.

Áfram Selfoss.

Gunnar Borgþórsson
Yfirþjálfari yngri flokka
Knattspyrnudeild Selfoss