Bæting hjá Þóri og Kára

Þórir og Kári Sundmót IM25
Þórir og Kári Sundmót IM25

Þórir Pálsson og Kári Valgeirsson tóku þátt í Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug í Ásvallalaug í Hafnarfirði um helgina. Þeir kepptu báðir 100 og 200 metra skriðsundi auk þess sem Þórir synti 400 metra skriðsund. Að sögn Amöndu yfirþjálfara sunddeildar stóðu þeir sig gríðarlega vel og bættu tíma sinn í greinunum.

 

Kári og Þórir stóðu sig vel um helgina.
Mynd: Amanda Marie Ágústdóttir.