Baráttuna vantaði hjá Selfyssingum

Selfoss merki
Selfoss merki

Selfyssingar tóku á móti Gróttumönnum í 1. deildinni í íþróttahúsi Vallaskóla á föstudag.

Fyrir þá sem áttu von á spennandi leik í toppbaráttunni stóð leikurinn aldrei undir væntingum. Gestirnir höfðu yfirburði á öllum sviðum handboltans og leiddu í hálfleik 7-16. Þrátt fyrir að hafa staðið í Gróttunni í upphafi seinni hálfleiks dró enn í sundur með liðunum og munaði að lokum helming í markaskorun. Lokatölur 17-34.

Það er mest lítið um leikinn að segja en barátta liðsins var ekki til staðar og sáu okkar menn í raun aldrei til sólar. Ótrúlegur viðsnúningur frá því að þessi lið áttust við fyrr í haust en þá voru Selfyssingar óheppnir að vinna ekki. Munurinn á þessum liðum er fjarri því að vera eins og tölurnar gefa til kynna.

Guðjón Ágústsson var markahæstur Selfyssinga með 5 mörk, Elvar Örn Jónsson skoraði 4, Hörður Másson 3, Daníel Arnar Róbertsson og Andri Már Sveinsson 2 mörk hvor og Jóhann Erlingsson 1 mark.

Sebastian Alexandersson varði 11 skot í marki Selfoss og Helgi Hlynsson 2.

Að loknum 10 leikjum er Selfoss í 5. sæti deildarinnar með 11 stig. Eftir tvo erfiða og óþarflega stóra tapleiki er ekkert annað en að spyrna sér í botninn og byrja upp á nýtt. Næsti leikur strákanna er gegn Fjölni í Grafarvoginum föstudaginn 5. desember og hefst kl. 20:15.

 

 

 

Kv, sigrún