Breiddina skortir gegn toppliðunum

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir

Selfyssingar tóku á móti toppliði Stjörnunnar í Olís deildinni í handbolta í dag. Eins og oft áður í vetur áttu stelpurnar í fullu tré við andstæðingana í fyrri hálfleik en Stjarnan hafði að lokum öruggan tíu marka sigur 16-26.

Það var jafnt á öllum tölum fram í miðjan fyrri hálfleik þegar staðan var 6-6. Eftir það fór breiddin í leikmannahópnum að segja til sín og Stjörnustelpur leiddu í hálfleik 7-10. Sama var upp á teningnum fram í miðjan seinni hálfleik þegar staðan var 10-19. Það sem eftir lifði leiks náðu Selfyssingar að stilla saman strengi sína og urðu lokatölur 16-26 eins og áður segir. 

Hafnhildur Hanna Þrastardóttir var langmarkahæst Selfyssinga með 9 mörk, Hildur Öder Einarsdóttir og Carmen Palamariu skoruðu báðar tvö mörk og þær Helga Rún Einarsdóttir, Heiða Björk Eiríksdóttir og Perla Ruth Albertsdóttir skoruðu eitt mark hver.

Áslaug Ýr Bragadóttir varði 14 í marki Selfossog var með 38% markvörslu.

Selfoss er í 11. sæti deildarinnar með 9 stig og mætir HK í Digranesi nk. laugardag 15. mars og hefst leikurinn klukkan 13:30. Lokaumferð deildarinnar fer svo fram laugardaginn 22. mars þegar stelpurnar fá Fylki í heimsókn.

Sjá nánari umfjöllun um leikinn á Sunnlenska.is.

---

Hrafnhildur Hanna var langmarkahæst Selfyssinga í dag.
Mynd. Inga Heiða Heimisdóttir